Stjórnunaraðferð Demings

Stjórnunaraðferð Demings eða „The Deming System of Profound Knowledge® (SoPK)” er afrakstur af ævilöngu starfi W. Edwards Deming. Þessi áhrifaríka stjórnunaraðferð skapar umgjörð utan um hugsun og framkvæmd fyrir hvaða stjórnanda sem er, sem vill byggja upp fyrirtæki eða stofnun með það að framtíðarsýn að skapa umhverfi þar sem allir geta náð árangri.

Með því að beita stjórnunaraðferð Demings þá nærðu að draga úr kostnaði á rekstrinum með því að minnka sóun, starfsmannaveltu og ágreining en á sama tíma eykurðu gæði, tryggð viðskiptavina og starfsánægju sem skilar sér í auknum hagnaði.

Stjórnunaraðferð Demings snýst um það að fá stjórnendur til að líta á reksturinn frá öðru sjónarhorni eða í gegnum “nýja linsu” eins og Deming kallaði það. “Nýja linsan” sameinar kenningar Demings um gæði, stjórnun og leiðtogahæfni  og er samsett úr fjórum þáttum:

  1. Það að sjá mikilvægi kerfisins (Appreciation for a System)
  2. Skilning á breytileika (knowledge of Variation)
  3. Kenning um þekkingu (Theory of Knowledge)
  4. Sálfræði (Psychology),

en þessir fjórir þættir eru undirstaðan í stjórnunaraðferð Demings. Þetta er heildræn nálgun á forystu og stjórnun og er leið fyrir fyrirtæki og stofnanir að vinna að stöðugum umbótum.